Airport Associates segir upp 131 starfsmanni
Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, hefur sagt upp ákveðið að segja upp 131 starfsmanni frá og með 30. apríl 2020. Rúmlega 50 starfsmenn eru eftir í fyrirtækinu en þegar mest var voru þeir um sjöhundruð. Uppsagnirnar koma til vegna vegna COVID-19 heimsfaraldrinum sem hefur haft þau áhrif að nær öll flugumferð í heiminum hefur stöðvast og óvíst er hvenær flugsamgöngur komast í samt lag aftur. Um
Airport Associates þjónustar um 20 flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina eru easyJet, Wizz Air, Delta Airlines, Bluebird Nordic, British Airways, Norwegian, American Airlines og Air Canada, Neos, Jet2.com, TUI, S7, Air Baltic, Vueling og Transavia.
Fyrirtækið harmar að þurfa að grípa til svo róttækra aðgerða en vonast til að geta endurráðið í þessi störf svo fljótt sem kostur er að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.