Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Upplýsingasíða vegna kosningar um sameiningu Garðs og Sandgerðis opnuð
Miðvikudagur 11. október 2017 kl. 06:00

Upplýsingasíða vegna kosningar um sameiningu Garðs og Sandgerðis opnuð

Sérstök upplýsingasíða hefur verið opnuð vegna kosninga um sameiningu Sandgerðis og Garðs, sem fram fer þann 11. nóvember næstkomandi. Markmið vefsíðunnar er að auðvelda íbúum að kynna sér stöðu sveitarfélaganna tveggja nú og ef af sameiningu verður.

Þar má meðal annars finna allar helstu upplýsingar um sveitarfélögin tvö, tölfræðilegar upplýsingar svo sem íbúafjölda, rekstur, eignir og skuldir, skatta og gjöld og svo framvegis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á síðunni má einnig finna greiningu KPMG og sviðsmyndir sem fyrirtækið vann þar sem leitast er við að lýsa líklegri þróun sveitarfélaganna í framtíðinni.
Á upplýsingasíðunni má sömuleiðis finna spurningar og svör auk þess sem íbúum í Garði og Sandgerði gefst færi á að senda inn spurningar sem brenna á þeim vegna kosninganna.
Hægt er að nálgast upplýsingasíðuna á heimasíðum sveitarfélaganna eða beint á slóðinni sameining.silfra.is.