Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 9. maí 2003 kl. 18:49

Upplýsingamiðstöð opnuð á bókasafninu

Laugardaginn 10. maí n.k. kl. 10:05 verður upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn opnuð formlega í Kjarna, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ. Miðstöðin verður landshlutamiðstöð fyrir Reykjanesið og rekin af Reykjanesbæ í samstarfi við Ferðamálaráð Íslands.
Upplýsingamiðstöð Reykjaness verður staðsett í húsnæði Bókasafns Reykjanesbæjar í Kjarna.

Þjónustusvæði hennar er Reykjanesið og helstu verkefni eru að annast upplýsingastarf um ferðamál á svæðinu, hafa aðgengilegar allar upplýsingar um þjónustu og viðburði á svæðinu og svæðið sjálft, svara almennum fyrirspurnum um viðkomandi svæði eða vísa á rétta aðila og hafa á boðstólum bæklinga um svæðið og þá þjónustu sem þar er í boði ásamt helstu heildarbæklingum fyrir landið.

Upplýsingamiðstöðin verður opin virka daga frá kl. 10-20 og á laugardögum kl. 10-16.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024