Upplýsingamappa handa nýjum íbúum
Gerðahreppur hefur látið útbúa möppu sem ætluð er nýjum íbúum Gerðahrepps. Í möppunni er að finna ýmsar upplýsingar um Gerðahrepp og félög á svæðinu. Sveitarstjórn Gerðahrepps leitaði til stofnanna og félagasamtaka eftir upplýsingum í möppuna og varð afraksturinn þessi mappa sem íbúar fá afhenta um leið og þeir skrá lögheimili sitt í hreppnum. „Við munum síðan þýða möppuna á pólksu og ensku fyrir erlenda nýbúa í hreppnum“, segir Sigurður Jónsson, sveitarstjóri og bætir við eflaust eigi þessi hugmynda eftir að þróst betur eftir því sem fram líða stundir.