HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Upplýsingafundur vegna jarðhræringa í kvöld
Miðvikudagur 8. nóvember 2023 kl. 12:37

Upplýsingafundur vegna jarðhræringa í kvöld

Upplýsingafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi verður haldinn í Stapa Hljómahöll í kvöld, miðvikudaginn 8. nóvember, kl. 20:00.

Fundinum verður einnig streymt á vef Víkurfrétta og á Facebook síðu Reykjanesbæjar.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Fulltrúar frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunni, HS orku, HS Veitum munu vera með framsögu og gefst fundargestum tækifæri til að spyrja spurninga í lok fundar. Þeir sem horfa á streymið frá fundinum geta sett inn spurningar í athugasemdir við upptökuna.

Dagskrá;

  • Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni
  • Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku
  • Páll Erland, forstjóri HS Veitna
  • Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra
  • Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands
  • Frummælendur sitja í pallborði ásamt Úlfari Lúðvíkssyni lögreglustjóra Suðurnesja, Otta Sigmarssyni formanni Landsbjargar og Ara Guðmundssyni verkfræðingi hjá Verkís og svara spurningum úr sal.
  • Magdalena Filimonow flytur útdrátt á pólsku.

Fundarstjóri, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025