Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Upplýsingafundur Almannavarna í kvöld kl. 19:00
Sunnudagur 14. janúar 2024 kl. 18:02

Upplýsingafundur Almannavarna í kvöld kl. 19:00

Upplýsingafundur Almannavarna verður haldinn llukkan 19:00 í dag, sunnudaginn 14. janúar. Fundurinn fer fram í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð.

Samhæfingastöð Almannavarna var í morgun virkjuð vegna yfirvofandi eldgos nærri Grindavík, sem  svo hófst rétt fyrir klukkan átta í morgun. Í framhaldi lýstu Almannavarnir yfir neyðarstigi.  

Á fundinum, sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna stýrir, verður farið yfir atburði dagsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætirráðherra og fulltrúi frá Veðurstofu Íslands verða einnig á fundinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gert er ráð fyrir að fjölmiðlafólk geti tekið viðtöl eftir fundinn. Fundinum verður streymt, táknmálstúlkaður og túlkaður á pólsku.