Upplýsingafundur Almannavarna haldinn með íbúum Voga
— í tengslum við jarðhræringar
Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur í samstarfi við Sveitarfélagið Voga boðar til upplýsingafundar með íbúum Voga í tengslum við jarðhræringar á svæðinu. Á fundinum munu m.a. fulltrúar Veðurstofunnar og Umhverfisstofnunar vera með erindi og sitja fyrir svörum.
Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal á fimmtudaginn næstkomandi, 26. september og hefst klukkan 20:00. Fundinum verður jafnframt streymt og verða upplýsingar um hvar má nálgast streymi birtar á vef Sveitarfélagsins Voga síðar í vikunni.