Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Upplýsingafundur Almannavarna á mánudagsmorgun kl. 11:00
Frá Grindavík. Ljósmynd: Golli
Sunnudagur 19. nóvember 2023 kl. 21:12

Upplýsingafundur Almannavarna á mánudagsmorgun kl. 11:00

Klukkan 11:00 á morgun, mánudaginn 20. nóvember verður haldinn upplýsingafundur Almannavarna, í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Einnig hefur verið ákveðið að halda upplýsingafund nk. miðvikudag og föstudag, á sama tíma, á sama stað.

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum mun á fundinum fara yfir starfssemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var sl. miðvikudag. Grindvíkingar hafa í ríkum mæli nýtt sér þjónustuna sem í boði er og sú þjónusta vex með degi hverjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig verður á fundinum, Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á félagsþjónustu- og fræðslusviði hjá Grindavíkurbæ, hún fer yfir stöðu mála í skólamálum vegna atburðanna í Grindavík. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna.

Gert er ráð fyrir að fjölmiðlafólk geti spurt spurninga á fundinum sjálfum og tekið viðtöl eftir fund. Fundinum verður streymt, táknmálstúlkaður og túlkaður á pólsku. Fundurinn fer fram á íslensku.