Upphitun á morgun fyrir „Hjólað til góðs“
Verkefnið Hjólað til góðs fer vel af stað. Sparisjóðurinn í Keflavík hefur ákveðið að gefa eina milljón króna til söfnunarinnar Hjólað til góðs, sem hefst formlega að morgni Hvítasunnudags. Sparisjóðurinn mun einnig vera fjárgæsluaðili söfnunarinnar en söfnunarreikningur verður í Sparisjóðnum í Keflavík. Númer reikningsins er 1109-05-411115 og kennitalan er 610269-3389.Þeir Sigmundur, Jóhannes og Júlíus frá Brunavörnum Suðurnesja og lögreglunni í Keflavík láta sér ekki nægja að hjóla hringinn í kringum Ísland, því þeir ætla að hita upp laugardaginn 3. júní með því að hjóla frá Sparisjóðnum í Keflavík og fara svokallaðan hring um Garð og Sandgerði. Farið verður frá Sparisjóðnum í Keflavík við Tjarnargötu 12 kl. 14 á laugardag og allir sem hjóli geta valdið eru hvattir til að taka þátt og hjóla með þeim þennan hring í gegnum Garð og Sandgerði.





