Upphituð hlaupabraut í Sandgerði?
Ungmennaráð Suðurnesjabæjar ræddi hugmyndir um upphitaða hlaupabraut í Suðurnesjabæ sem myndi nýtast bæjarbúum á öllum aldri sér til heilsubótar allt árið um kring.
Í afgreiðslu málsins er lagt til við bæjarstjórn að lögð verði áhersla á að koma verkefninu á dagskrá til dæmis í kjölfar nýs knattspyrnuvallar. Ungmennráð leggur jafnframt til að það verði Sandgerðismegin.