Upphituð göngubraut í Grindavík?
Ljóst er að undanfarin ár er mikil aukning í almennri heilsueflingu. Mikill fjöldi fólks í Grindavík er að ganga sér til heilsubótar. Að mati íþrótta- og æskulýðsnefndar Grindavíkur er kominn tími til að koma til móts við þennan ört stækkandi hóp.Nefndin leggur til að kannaður verði kostnaður sem fylgir því að hita upp göngubraut umhverfis aðalvöll knattspyrnudeildar frá sundlauginni í Grindavík, samkvæmt fundargerð nefndarinnar.