Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppgjör hjá Amazing Race í Svartsengi?
Sunnudagur 15. ágúst 2004 kl. 21:16

Uppgjör hjá Amazing Race í Svartsengi?

Tökulið og keppendur frá Amazing Race sjónvarpsþættinum vinsæla eru komnir til Íslands. Slegið hefur verið upp búðum við Eldborg á athafnasvæði Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Þar er komin fellihýsabyggð og úti í hrauninu mátti sjá loga elda sem benda til þess að þar verði uppgjör í kvöld.
Þátturinn gengur út á það að nokkur pör keppa í eins konar ratleik um heiminn og vinnur það par sem er útsjónarsamast í ferðalögum sínum og fljótast í förum. Í dag munu hóparnir hafa átt að koma sér að Seljalandsfossi og greinilega átti að fara þaðan í hraunið nærri Bláa lóninu þar sem uppgjör dagsins verður.
Mikil leynd hvíldir yfir verkefninu. Á vettvangi í Svartsengi var engar upplýsingar að hafa í kvöld. Starfsmenn Bláa lónsins máttu engar upplýsingar gefa um verkefnið, en ljóst er að aðstæðum í Svartsengi að verkefnið er stórt. Þannig voru þar fjölmargir bílaleigubílar, a.m.k. um 50 og fjölmörg fellihýsi sem verða næturstaður keppenda og starfsliðs Amazing Race.

Myndin: Séð yfir fellihýsaþorpið við Eldborg í Svartsengi í kvöld.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024