Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 11. febrúar 1999 kl. 23:35

UPPELDI SKOTA SKOÐAÐ

Starfsfólk leikskóla Grindavíkur fer í námsferð til Skotlands í apríl næstkomandi. Að sögn Jónu Rut Jónsdóttur, leikskólakennara, verða leikskólar heimamanna skoðaðir, rekstrarform þeirra og áherslur, í þeim tilgangi að auka þekkingu og yfirsýn starfsmanna leikskólans í Grindavík. Fjármögnun ferðarinnar er í fullum gangi og sunnudaginn 14. febrúar kl. 20:00 verður ,,Valentínusarbingó” í félagsheimilinu Festi í Grindavík. Meðal vinninga verða hótelgistingar, gjafavörur, ljósa- og líkamsræktarkort, málsverðir á veitingahúsum og margt fleira.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024