Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppbyggingu gagnavers slegið á frest
Mánudagur 23. febrúar 2009 kl. 08:35

Uppbyggingu gagnavers slegið á frest



Uppbygging gagnavers Verne Holdings á Vallarheiði tefst um eitt ár. Morgunblaðið hefur þetta eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, stjórnarformanni fyrirtækisins. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að gagnaverið yrði opnað á öðrum fjórðungi þessa ár. Nú er hins vegar stefnt að því að opna það á öðrum eða þriðja ársfjórðungi 2010.

Ýmislegt hefur orðið til þess að tefja framgangs verkefnisins, m.a. hrun bankakerfisins, gjaldeyrishöft og alþjóðlega fjármálakreppan. Vilhjálmur segir í samtali við MBL að fyrirtækið sé enn í viðræðum við viðskiptavini sína og þær séu komnar langt.

Verne Holdings er í eigu Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og bandarísks fjárfestingarsjóðs, General Catalyst Partners.

www.mbl.is greinir frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024