Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Uppbyggingarsjóður styrkir 39 verkefni árið 2020
Meðlimir Jassfélags Suðurnesjabæjar tóku nokkur lög við afhendingu styrkjanna. Félagið fékk styrk til að halda fjölda tónleika á nýju ári. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 18. desember 2019 kl. 11:21

Uppbyggingarsjóður styrkir 39 verkefni árið 2020

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað 39 verkefnum styrkjum fyrir 45 milljónum króna. Umsóknir um styrki voru 65 talsins fyrir samtals 167 milljónir króna. Greint var frá því hverjir hlutu styrkina á Park Inn hótelinu 12. desember.

Verkefni sem falla undir menningu og listir fengu úthlutað 28 milljónum króna en atvinnu- og nýsköpun 17 milljónum króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það þarf mikla þrautseigju, drifkraft, seiglu og metnað að fylgja hugmynd eftir og framkvæma hana. Við íbúar Suðurnesja erum virkilega heppin með hversu flott frumkvöðla- og menningarstarf er hér á svæðinu, og er það ykkur að þakka,“ sagði Fríða Stefánsdóttir, formaður Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja þegar greint var frá úhlutuninni. Fríða las upp 39 umsóknir sem fá styrk á árinu 2020. Hægt er að sjá listann á 

Þann 12. nóvember 2019 var undirritaður samningur milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins annars vegar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hins vegar um sóknaráætlun Suðurnesja 2020-2024. Með þessum samningi er tryggt að Uppbyggingarsjóður Suðurnesja fær fjármagn árlega þetta tímabil til að úthluta til verkefna á árunum 2020-2024.

Markmið samningsins er að stuðla að jákvæðri byggðaþróun í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls. Samningurinn tekur mið af þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun, menningarstefnu og annarri stefnu ríkisins eftir því sem við á.  

Verkefnin Ferskir vindar listahátíð í Garði og Fjölþætt heilsuefling 65+ í sveitarfélögum hlutu stærstu styrkina að þessu sinni eða 4 milljónir kr. Hvort. Þá hlutu Ferskir vindar loforð upp á 2 mkr. Fyrir árið 2021 og 4 mkr. Fyrir 2022. 

Hér má sjá listann yfir alla þá sem fengu styrk árið 2020.

Fulltrúar 39 verkefna sem fengu styrk eru hér saman komin með forráðamönnum Uppbyggingarstjóðs Suðurnesja. VF-mynd/KjartanMár.

Björk Guðjónsdóttir, starfsmaður atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar og Janus Guðlaugsson en verkefni hans, Heilsuefling 65+ hlaut hæsta styrkinn.

Feðginin Elíza og Geir Newman og Jón Newman fengu styrk fyrir nýtt verkefni sem er „Kotið í Höfnum“, endurbygging á 100 ára gömlu húsi, Garðbæ, sem þau stefna að því að opna svo fyrir almenningi, þegar verkefninu lýkur.

Alexandra Chernyshova fékk styrk í flott tónlistarverkefni og Marya Samper fékk hæsta styrkinn fyrir verkefnið „Ferskir vindar“ í Garðinum.

Már Gunnarsson og fjölskylda ætla að efna til stórtónleika í mars 2020 og fengu styrk til verkefnisins.