Uppbygging smáhýsa við Gróf til skoðunar
Eigendur 240 ehf. / Harbourview hafa óskað eftir þróunarsamningi um uppbygginu smáhýsabyggðar við smábátahöfnina Grófinni Reykjanesbæ. Erindið hefur verið tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar. Hugmyndin er að reisa 12 til 24 smáhýsi og leigja til ferðamanna.
Lagður var fram samningur í ráðinu þar sem settir eru fram skilmálar um nýtingu, skipulag og framkvæmd. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að gerður sé þróunarsamningur í samræmi við samningsdrög. Einnig þarf þróun svæðisins að vera í samráði við þróun Grófar 2 sem er í útboðsferli.