Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppbygging innviða fyrir rafbíla
Fimmtudagur 2. september 2021 kl. 09:44

Uppbygging innviða fyrir rafbíla

Framtíðarnefnd Reykjanesbæjar telur að styrkja þurfi uppbyggingu á innviðum fyrir rafbílavæðingu í Reykjanesbæ.

Framtíðarnefnd leggur til að Reykjanesbær setji á fót sjóð sem húsfélög fjölbýlishúsa geti sótt í til að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Leitað verði eftir samstarfi við HS Veitur og lagt til að framlag frá hvorum aðila verði sex milljónir króna á ári. Úthlutað verði úr sjóðnum árlega tólf milljónum króna sem er sambærileg upphæð og t.a.m. Reykjavíkurborg og Akranes hafa lagt í slíka sjóði í hlutfalli við íbúafjölda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024