Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 4. júlí 2000 kl. 18:32

Uppákomur í Duus-húsunum

Ekki er hægt að flytja Byggðasafnið og Poppminjasafnið í Duus-húsin, að svo stöddu vegna leka. Ráðist verður í að gera við þak og gólf, áður en hugað verður að flutningi. Þetta kom fram á fundi Menningar- og safnaráðs Reykjanesbæjar fyrir skömmu. Stefnt er að sýningu á Rauðhöfða, í leikgerð og umsjón Huldu Ólafsdóttur, í Duus-húsunum í tengslum við lýsingu á Berginu, sem fyrirhuguð er 2. september nk. Á sama tíma verður skipulags- og hönnunarsýning á teikningum arkitekta og verkfræðinga Duus-húsa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024