Unnu spjöll á gæsluvelli
Áhugi fyrirtækja á Helguvík er að aukast og kom það fram á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í síðustu viku að fjórum lóðum hafi verið úthlutað þar á einni viku í byrjun mánaðarins. Aðeins hefur verið greint frá einu fyrirtæki sem þar fékk úthlutað lóð, en það er Einingaverksmiðjan Helguvík. Hinir aðilarnir munu vera byggingaverktakar sem ætla að reisa atvinnuhúsnæði sem síðan verður leigt út.