Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Unnu skemmdarverk á gámi
Föstudagur 20. maí 2005 kl. 09:07

Unnu skemmdarverk á gámi

Skemmdarverk voru unnin á gámi Skógræktarfálags Suðurnesja sem staðsettur er á Nikkel-svæðinu í Reykjanesbæ í fyrrinótt. Rúða var brotin í skúrnum auk þess sem áhöldum var rænt af staðnum.

Þá voru þrjár rúður brotnar í mannlausu húsi í Innri-Njarðvík í gær. Þrír drengir viðurkenndu að hafa verið þar að verki.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka á 117 km hraða á Reykjanesbraut í nótt, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Í gær var einn ökumaður tekinn með útrunnin ökuréttindi og einn minniháttar árekstur varð í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024