Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Unnið að umferðaröryggisáætlun í Grindavík
Þriðjudagur 29. mars 2011 kl. 11:22

Unnið að umferðaröryggisáætlun í Grindavík

Öryggi gangandi vegfarenda, sérstaklega skólabarna sem fara gangandi í Hópsskóla vestan Grindavíkurvegar, mun aukast til mikilla muna fyrir næsta skólaár að því er fram kemur í Járngerði, fréttablaði Grindavíkurbæjar, sem kemur út í dag. Nú stendur yfir undirbúningur á vegum tæknideildar þar sem settar verða þveranir og gangbrautir (með miðeyju) á Grindavíkurveg, nálægt gatnamótum Hópsbrautar og Suður-hópsbrautar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Jafnframt verða settir nýir stígar við Kúadal fyrir gangandi vegfarendur sem leiða að gangbrautunum en góðar ábendingar komu fram á fundi nemenda Hópsskóla með bæjarstjóra þar sem krakkarnir voru spurðir út í gönguleiðir þeirra í skólann. Auk þess verður sett bæjarhlið við innkomuna í bæinn á Grindavíkurveginum, skammt sunnan við Nesveg. Einnig verður sett svipað hlið á Austurveg.


Þessi vinna er í samræmi við Umferðaröryggisáætlun Grindavíkurbæjar.