Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Unnið að því að lyfta Guðrúnu Gísladóttur KE af hafsbotni við Noreg
Fimmtudagur 12. desember 2002 kl. 16:46

Unnið að því að lyfta Guðrúnu Gísladóttur KE af hafsbotni við Noreg

Tuttugu norskir kafarar og fjórtán Íslendingar búa sig undir að lyfta Guðrúnu Gísladóttur af 40 metra dýpi þar sem skipið liggur á hafsbotni úti fyrir Leknesi í Noregi. Skipið sökk eftir að hafa steytt á skeri 18. júní í sumar. Ásgeir Logi Ásgeirsson er fulltrúi eigandans Hauks Guðmundssonar ytra og tilsjónarmaður með aðgerðinni. Ásgeir segir að undirbúningur gangi vel, og verið sé að undirbúa að sökkva stórum tönkum niður, en þá á að fylla af lofti til að lyfta skipinu. Veður hefur tafið aðgerðir lítillega, en í dag er besta veður en aðalverkið er að ganga frá tönkunum. Ef síðan tekst að lyfta skutnum þá á að vera tiltölulega fljótlegt að lyfta skipinu öllu. Skipið er tæplega 65 metra langt, þannig að þegar skutur kemur úr hafi, þá hvílir stefnið á botninum. Ef veður helst skaplegt þá eru vonir bundnar við að Guðrún Gísladóttir verði komin til hafnar í Leknesi fyrir jól en þangað eru sex mílur. Ásgeir Logi og félagar eru bjartsýnir jafnvel svo að nýta megi frosna síldina um borð. Ásgeir segir menn hafi talið framan af að aflinn væri allur gjörónýtur en Norðmenn hafi bent þeim á að fyrir tveimur árum hafi norskt skip strandað og aflann um borð hafi mátt nýta þótt 200 dagar hafi liðið áður en landað var úr skipinu. Ríflega 170 dagar eru liðnir síðan Guðrún Gísladóttir sökk. En þótt þetta verði kannski ekki úrvald áramótasíld þá megi vonandi nota hafa í bræðslu eða skepnufóður.

Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024