Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Unnið að stofnun fjölsmiðju fyrir ungt fólk
Þriðjudagur 20. apríl 2010 kl. 08:48

Unnið að stofnun fjölsmiðju fyrir ungt fólk


Undirbúningur að stofnun svokallaðrar fjölsmiðju í Reykjanesbæ hefur verið í staðið yfir um nokkurn tíma og má segja að upphafið að starfi hennar hafi verið með fjögurra vikna námskeiði sem hófst á mánudaginn undir heitinu Verkstæði unga fólksins. Það er ætlað atvinnlausu fólki á aldrinum 18 – 24 ára.
Alls eru 25 manns skráðir á þetta fyrsta námskeið í fjölsmiðjunni en það er hluti af átakinu „Ungt fólk til athafna“ sem Vinnumálastofnun kynnti nýverið. Því er ætlað að virkja atvinnulaust fólk á þessum aldri með ýmsum úrræðum sem snúa að bæði vinnu og námi. Vonast er til að eiginlegt starf fjölsmiðjunnar geti hafist í framhaldi af þessu námskeiði.

Sjá nánar í Víkurfréttum á morgun

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024