Unnið að framtíðarskipulagi Garðskaga
Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur ákveðið að láta vinna tillögu fyrir sig að framtíðarskipulagi á Garðskagasvæðinu m.t.t. Byggðasafns og ferðatengdrar þjónustu. Það eru VA- arkitektar, sem taka að sér verkið og gera ráð fyrir að skila tillögum sínum um miðjan júní n.k.
Ekki voru allir sammála að láta framkvæma slíka vinnu því að tveir fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn og einn fulltrúi minnihlutans sat hjá.
Ekki voru allir sammála að láta framkvæma slíka vinnu því að tveir fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn og einn fulltrúi minnihlutans sat hjá.