Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Unnið á sveppum og myglu á Vallarheiði
Fimmtudagur 28. febrúar 2008 kl. 17:08

Unnið á sveppum og myglu á Vallarheiði

Vart hefur orðið við að mygla og sveppir hafi myndast í nokkrum íbúðum á Vallarheiði og herma heimildir Víkurfrétta að jafnvel hafi nokkrir íbúar veikst af þessum orsökum.


Jófríður Leifsdóttir, umsjónarmaður fasteigna hjá Keili, sagði í svari við fyrirspurn VF að verið væri að bregðast mjög skipulega við þeim tilfellum sem hafa komið upp.

„Um er að ræða u.þ.b. 12 íbúðir af þeim rúmlega 400 sem nú eru í útleigu og eru framkvæmdir hafnar af fullum krafti og er áætlað að þeim ljúki á 2-3 vikum. Það er vitað hver orsökin er og við höfum full tök á ástandinu, sem ekki er talið varasamt.“

Hún segir aukinheldur að framkvæmdir hafi frá upphafi verið skipulagðar í samvinnu við sérfræðinga, m.a. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og Náttúrufræðistofnun Íslands. Einnig hafi verkfræðistofur verið með í ráðum við endurbætur á klæðningu og einangrun til að tryggja að þetta komi ekki upp aftur í þessum tilteknu íbúðum. Við þær framkvæmdir segir Jófríður að fylgt sé ströngu verkferli og við þær notuð sértæk efni sem eru bæði sveppadrepandi og sótthreinsandi.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson - Séð yfir Vallarheiði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024