Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Unnið á 10 km kafla
Þriðjudagur 8. júlí 2003 kl. 10:33

Unnið á 10 km kafla

Vinna stendur nú yfir á tæplega 10 kílómetra kafla á Reykjanesbrautinni þar sem unnið er að breikkun brautarinnar. Ef nákvæmt er mælt þá stendur vinna yfir á 9,6 km kafla en alls er gert ráð fyrir að 11,5 km verði breikkaðir í þessum áfanga. Í apríl á þessu ári ákvað Vegagerðin á flýta framkvæmdum við breikkun Reykjanesbrautar þar sem gert var ráð fyrir 3,5 km aukakafla í átt til Keflavíkur. Á því eftir að breikka tæpa 2 km til viðbótar því sem nú þegar hefur er unnið að. Á myndinni má sjá þar sem framkvæmdir við breikkunina hefjast nær Reykjavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024