Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Unnendur kleinuhringja lögðu á sig margra tíma bið
Fimmtudagur 18. ágúst 2016 kl. 16:00

Unnendur kleinuhringja lögðu á sig margra tíma bið

Nokkur fjöldi fólks beið í röð á Fitjum í dag þegar þar var opnaður Dunkin´ Donuts staður. Boðið var upp á glaðning fyrir fyrstu viðskiptavinina og voru nokkrir sem lögðu á sig margra tíma bið við staðinn til að tryggja sér sæti framarlega í röðinnni.

Kleinuhringjastaðurinn var opnaður klukkan 13:00 í dag og sá sem var fyrstur í röðinni mætti klukkan eitt í nótt. Næstu þrír komu svo klukkan hálf sex í morgun. Það var til nokkuð mikils að vinna fyrir unnendur kleinuhringja því að fyrstu tíu í röðinni fengu að gjöf árskort. Þeir geta þá komið einu sinni í viku í heilt ár og fengið sex kleinuhringi. Næstu fjörutíu viðskiptavinir fengu kaffikort og kassa með kleinuhringjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dunkin´Donuts er inni í verslun 10-11 á Fitjum. Þar var einnig opnaður Ginger veitingastaður í dag.

Þessir mættu klukkan 5:30 í morgun og voru framarlega í röðinni.