Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Unnar Stefán Sigurðsson ráðinn skólastjóri Háaleitisskóla
Mánudagur 15. júlí 2024 kl. 08:28

Unnar Stefán Sigurðsson ráðinn skólastjóri Háaleitisskóla

Unnar Stefán Sigurðsson hefur verið ráðinn skólastjóri Háaleitisskóla. Unnar lauk BA prófi í guð- og miðaldarfræði frá Háskóla Íslands árið 2007, námi til kennsluréttinda frá Kennaraháskóla Íslands árið 2008 og MLM-gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2022.

Unnar hefur starfað í Holtaskóla undanfarin sex ár, sem aðstoðarskólastjóri í fimm ár en síðasta skólaár leysti hann af sem skólastjóri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Unnar tekur við skólastjórastarfinu af Friðþjófi Helga Karlssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin fjögur ár.


Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar