Unnar Stefán Sigurðsson ráðinn skólastjóri Háaleitisskóla
Unnar Stefán Sigurðsson hefur verið ráðinn skólastjóri Háaleitisskóla. Unnar lauk BA prófi í guð- og miðaldarfræði frá Háskóla Íslands árið 2007, námi til kennsluréttinda frá Kennaraháskóla Íslands árið 2008 og MLM-gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2022.
Unnar hefur starfað í Holtaskóla undanfarin sex ár, sem aðstoðarskólastjóri í fimm ár en síðasta skólaár leysti hann af sem skólastjóri.
Unnar tekur við skólastjórastarfinu af Friðþjófi Helga Karlssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin fjögur ár.
Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar