Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

United Silicon tekur sér þann tíma sem þarf til endurbóta
Mánudagur 4. september 2017 kl. 09:54

United Silicon tekur sér þann tíma sem þarf til endurbóta

„Ýmislegt þarf að gera en við ætlum að gefa okkur tíma til að fara yfir öll mál og meta,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon í samtali við Morgunblaðið, en starfsemi kísilverksmiðjunnar er nú stopp þar til Umhverfisstofnun skrifar undir það að öll frávik frá starfsleyfinu hafi verið leyst.

„Við tökum þann tíma sem þarf. Við stefnum að því að halda öllu starfsfólki okkar. Það skiptir miklu máli fyrir samfélagið að þetta fólk haldi atvinnu sinni og greiði skatta og skyldur til ríkis og bæjar,“ segir Kristleifur, en starfsfólk verksmiðjunnar er um 85 manns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024