Miðvikudagur 29. september 2004 kl. 16:10
Ungur ökumaður á ofsahraða
Klukkan 10 í gærkvöldi var 17 ára ökumaður kærður fyrir að aka á 145 km hraða á Garðvegi þar sem hámarkshraði er 90 km.
Á næturvaktinni tók Lögreglan í Keflavík skráningarnúmer af einu ökutæki þar sem eigandi hafði ekki staðið skil á greiðslu vegna lögboðinnar vátryggingar.