Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 24. maí 2000 kl. 18:43

Ungur maður stórslasaður

Alvarlegt umferðaslys varð á Sandgerðisvegi um fimmleytið á þriðjudag. Ungur maður slasaðist alvarlega og var hann fluttur á Landspítalann.Orsök slyssins er talin vera sú að ungi maðurinn, sem var ökumaður fólksbíls, hafi ekið aftan á dráttarvél sem var með tank í eftirdragi. Fólksbíllinn festist aftan í tanknum og dróst með honum nokkur hundruð metra. Fólksbifreiðin lagðist saman að framan og tók það björgunarlið töluverðan tíma að ná unga manninum út úr bílnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024