Ungur Keflvíkingur játar morð
Tuttugu og eins árs gamall Keflvíkingur hefur játað fyrir dómi að hafa banað 19 ára gamalli stúlku með hnífi á heimili hennar í Keflavík árla í morgun.Lögreglan í Keflavík lagði í dag fram kröfu hjá Héraðsdómi Reykjaness um gæsluvarðhaldsúrskurð til 15 júní nk. Dómari féllst á kröfu lögreglunnar á áttunda tímanum í kvöld og hefur maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvvarðhald í tvo mánuði eða til 15. júní 2000.Atburðarás er enn ekki fullljós og er rannsókn málsins í fullum gangi. Ekki er hægt að svo stöddu að veita frekari upplýsingar og segir í tilkynningu frá lögreglunni að ekki sé gert ráð fyrir frekari fréttum af málinu fyrr en á mánudag.Lögreglumenn leiða manninn sem banaði stúlkunni frá skrifstofum Sýslumannsins í Keflavík þar sem hann var dæmdur í tveggja mánaða gæsluvarðhald.