Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungt fólk og umferðaröryggi - málþing í Grindavík
Grindavíkurvegur sumarið 2018.
Miðvikudagur 7. nóvember 2018 kl. 16:47

Ungt fólk og umferðaröryggi - málþing í Grindavík

Ungmennaráð Grindavíkur stendur fyrir málþingi um umferðaröryggi, dagana 8. – 9. nóvember í Grindavík en það ber heitið: „Umferðaröryggi - Okkar mál!“. Meðal málefna á þinginu er „Ungt fólk og umferðaröryggi“.

Á meðal þeirra sem flytja erindi á þinginu eru Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra, Svanur Björnsson, svæðisstjóri Vegagerðar, sem kynnir tillögu að samgönguáætlun fyrir Suðursvæði 2019-2033 og 2019-2023, Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, hjá  Samgöngustofa, sem fjallar um Ungt fólk og umferðaröryggi, Sævar Helgi Lárusson, RNSA, sem fjallar um Orsakir og afleiðingar alvarlegra umferðarslysa og Gunnar Dofri Ólafsson, hjá  Framgöngu samtökum um framtíðarsamgöngur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:

Fimmtudaginn 8. nóvember er fundur ungs fólks og ráðamanna þar sem unnið verður undir handleiðslu og við höfum íbúaþing sem fyrirmynd, umræðuefni verður ákveðið og niðurstöðum hópa safnað saman þannig að ályktun geti legið fyrir eða kynning til þess að flytja næsta dag en seinni dagurinn er dagur fyrirlestra frá opinberum aðilum, félögum og fyrirtækjum.

Á fimmtudeginum byrjum við á skráningu kl. 12:00 í Kvikunni og færum okkur svo í grunnskólann á Ásabraut. Á föstudeginum hefst dagskrá kl. 09:00 og verðum við í Gjánni, sem er salur samtengdur íþróttahúsinu. Fyrirlesarar verða frá Vegagerð, Umferðarstofu og FÍB auk erinda þar sem horft er gagnrýnum augum á Samgönguáætlun og á mögulegar sviðsmyndir framtíðarinnar þegar kemur að ökutækjum og umferðaröryggi.

Nánari upplýsingar um dagskránna má finna hér http://www.grindavik.is/gogn/2018/UMFERÐARÖRYGGI OKKAR%20MÁL (2).pdf

Fulltrúum ungmennaráða á Suðurlandi og Suðurnesjum er boðið á þingið, sem og fulltrúum sveitarfélaga, þingmönnum, ráðherrum og fulltrúum þeirra stofnana/félaga sem hafa með umferðarmál að gera – og aðrir áhugasamir eru auðvitað velkomnir.

Ungmennaráð sótti myndarlegan styrk frá Erasmus+ til að halda þetta þing og er ferðakostnaður, gisting og uppihald er í boði fyrir fulltrúa annarra ungmennaráða af Suðurlandi og Suðurnesjum. Ungmennaráðið í Grindavík er kröftugt og þau völdu sér þetta málefni enda umferðaröryggi mikið hagsmunamál fyrir alla aldurshópa og ekki síst fyrir unga fólkið á Suðurnesjum.

Ungmennaráð Grindavíkur vill vera leiðandi fyrir önnur ungmennaráð á Íslandi og hefur staðið sig einstaklega vel við skipulagningu málþingsins. Ungmennaráðið hefur verið virkt síðustu ár og verið bæjarstjórn Grindavíkur innan handar þegar kemur að málum ungs fólks í bæjarfélaginu. Það er ánægulegt hve vel samstarfið hefur gengið og er ungmennagarður Grindavíkur gott dæmi um flott samstarf.