Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 11. apríl 2000 kl. 17:03

Ungmennum ekið heim-brot á útivistarreglum

Lögreglan í Grindavík hafði afskipti af tveimur fjórtán ára gömlum stúlkum á aðfaranótt sunnudags en þær voru á vappinu um klukkan fjögur um nóttina. Þeim var ekið á lögreglustöðina í Grindavík og foreldrum þeirra gert að sækja þær þangað. Sömu nótt rakst lögreglan á tvo 14 ára unglinga í Sandgerði. Þeir voru einnig færðir á lögreglustöðina, þangað sem foreldrarnir komu síðan og sóttu þá. Útivistarreglur kveða á um að unglingar 16 ára og yngri mega ekki vera úti við eftir klukkan 22. Eftir 1. maí er þessum aldurshóp hins vegar leyfilegt að vera úti til miðnættis. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fylgja útivistarreglunum eftir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024