Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ungmennum á Íslandi finnst vegir landsins vera í niðurníðslu
Miðvikudagur 4. apríl 2018 kl. 13:19

Ungmennum á Íslandi finnst vegir landsins vera í niðurníðslu

Ungmennaráðstefna UMFÍ var haldin dagana 21. - 23. mars sl. og sóttu Ungmennaráð Grindavíkur, Garðs og Reykjanesbæjar sóttu ráðstefnuna.
Þar var lögð fram ályktun og í henni kom meðal annars fram að ungmennum á Íslandi finnst vegir landsins vera í niðurníðslu og nefna meðal annars Grindavíkurveginn þar sem að mörg alvarleg- og banaslys hafa orðið á undanförnum árum. „Ungt fólk notar samgöngur daglega, hvort sem þau séu farþegar eða ökumenn og viljum við öll að þau komist heilu og höldnu til náms eða í vinnu. Samgöngubætur má fjármagna með komugjöldum á erlenda ferðamenn, þar sem þeir eru orðnir stór hluti þeirra sem nota vegakerfi landsins. Lítils háttar komugjald þarf til að fjármagna endurbætur á vegakerfinu.“ Þetta kemur fram í ályktuninni.

Í ályktuninni kemur einnig fram að þunglyndi hafi aukist mikið í röðum ungmenna á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri og að stytting framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú gefi ungmennum minni tíma til þess að sinna félagsstörfum og telja þau að það sé að stórum hluta orsakavaldur þunglyndis. „Það þarf að festa það í lög að það séu starfandi sálfræðingar í öllum grunn- og framhaldssólum á landinu. Einnig vantar betri forvarnir í geðheilbrigðismálum og gætu starfandi skólasálfræðingar séð um þá fræðslu. Þátttakendur ráðstefnunnar ræddu mikið um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár í sveitastjórnakosningum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að mati Ungmennaráðstefnunnar þarf að auka lýðræðis- og stjórnmálakennslu í grunn- og framhaldsskólum en þau telja einnig að gera þurfi heimasíðu Alþingis aðgengilegri og skiljanlegri. 

„Ráðstefnan þakkar Ungmennafélagi Íslands fyrir að standa að ráðstefnu á borð við Ungt fólk og lýðræði. Við viljum einnig þakka Evrópu unga fólksins fyrir að veita okkur styrk og gera okkur kleift að halda ráðstefnuna. Hún gefur ungu fólki færi á að mynda, auka og víkka tengslanet sitt, ræða viðhorf sín, koma þeim á framfæri og sanna fyrir jafningjum sínum að ungmenni geti haft áhrif. Við hvetjum til þess að ráðstefna sem þessi verði haldin á hverju ári og megi aðrir taka ungmennaráð UMFÍ sér til fyrirmyndar. Ungt fólk er ekki bara framtíðin, við erum til núna og höfum áhrif í dag! Fyrir hönd ráðstefnugesta Ungmennaráð UMFÍ.“

Á myndinni eru ungmennaráðin frá Suðurnesjum:
Ungmennaráð Grindavíkurbæjar, Karín Óla Eiríksdóttir ogIngi Steinn Ingvarsson.
Ungmennaráð Reykjanesbæjar, Berglín Sólbrá Bergsdóttir, Jón Ragnar Magnússon,
Hlynur Snær Vilhjálmsson og Hermann Nökkvi Gunnarsson. Ungmennaráðið Garðs, Helgi Líndal, Helgi Þór Hafsteinsson og Viktoría Sól Sævarsdóttir.

Helga Þór vantar á myndina.