Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungmenni tóku skóflustungur að bættri íþrótta- og félagsaðstöðu
Laugardagur 20. maí 2006 kl. 16:00

Ungmenni tóku skóflustungur að bættri íþrótta- og félagsaðstöðu

Aðstaða til íþróttaiðkunar í Vogum mun bætast stórlega á næstu misserum en í gær var tekin skóflustunga að nýrri viðbyggingu við íþróttahúsið þar í bæ.
Nýja byggingin verður rúmlega 700 fermetrar á tveimur hæðum og mun bæta aðstöðu íþróttahússins með aukinni búningsaðstöðu og þá munu Frístundaskólinn og félagsmiðstöðin fá góða aðstöðu á annarri hæð.

Bæjarbúar fjölmenntu við athöfnina í gær en eftir hana var kynning á framkvæmdinni og gátu viðstaddir skoðað teikningar af byggingunni.
Skóflustungurnar tóku Hulda Hrönn Agnarsdóttir, íþróttamaður árins í Vogunum, fyrir hönd íþróttaiðkenda, Berglind Ólafsdóttir, 6 ára, fyrir hönd þeirra fjölmörgu krakka sem munu njóta aðstöðu frístundaskólans og Stefán Óskar Gíslason, fyrir hönd ungmennanna sem stunda félagsmiðstöðina.

Mynd: Það var hátíðarbragur yfir Vogunum í gær þegar fyrstu skóflustungur voru teknar að stórbættri aðstöðu við íþróttahúsið. Ljósm: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024