Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Ungmenni í Reykjanesbæ kalla eftir bættum samskiptum og öflugri stuðningi í skólum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 8. júlí 2025 kl. 06:21

Ungmenni í Reykjanesbæ kalla eftir bættum samskiptum og öflugri stuðningi í skólum

Ungmenni í Reykjanesbæ leggja áherslu á jákvæð samskipti, fjölbreyttari kennsluhætti og betra aðgengi að stuðningi í skólum, samkvæmt niðurstöðum barna- og ungmennaþings 2025 sem kynntar voru á fundi menntaráðs Reykjanesbæjar þann 6. júní.

Í skýrslunni Verum örugg, sem unnin var í framhaldi af þinginu, kemur fram að þátttakendur vilji öflugt samstarf milli skóla, aukna fræðslu, meiri virkni í nemendafélögum og áherslu á bekkjaranda sem grundvöll að öruggu og nærandi skólaumhverfi.

Menntaráð fagnar framtaki ungs fólks og lýsir yfir ánægju með kraftinn sem kom fram í umræðum um öryggi og vellíðan í skólastarfi. Ráðið lýsir vilja sínum til að styðja áframhaldandi samtal við ungmenni og fylgja eftir þeim áherslum sem fram komu í skýrslunni.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl