Ungmenni grunuð um sölu fíkniefna
Tvö ungmenni voru handtekin í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að þau stæðu að sölu og dreifingu fíkniefna. Í bifreið sem þau voru á fundust meint kannabisefni auk hvíts efnis pokum.
Í húsleit sem gerð var á heimili þeirra, að fenginni heimild, fundust pokar með hvítu efni. Um var að ræða umtalsvert magn. Viðkomandi reyndust vera með allháa fjárhæð í vörslum sínum.
Að lokinni skýrslutöku voru þau frjáls ferða sinna en tilkynning var send á barnaverndarnefnd vegna piltsins sem er undir lögaldri.