Ungmenni fengu ekki að kaupa áfengi
- í Grindavík og Reykjanesbæ.
Ekkert ungmenni á aldrinum 17 og 18 ára fékk afgreiðslu í Vínbúðum í Grindavík og Reykjanesbæ og voru öll voru þau spurð um skilríki. Þetta er niðurstaða könnunar sem Samsuð (samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) gerði undanfarnar fimm vikur.
Aldurstakmark til að kaup áfengi í Vínbúðunum er 20 ár. Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um að færa sölu áfengis í kjörbúðir og hefur frumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns verið fyrirferðamikið í fjölmiðlum.
Væntanlegar eru niðurstöður um sölu sígarettna og munntóbaks í þessari viku en nýverið voru nemendur í 9. bekk fengnir til að kanna hvort þeir fengju að kaupa slíkan varning. Niðurstöður úr þeirri könnun er áhyggjuefni.