Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungmennaráðskrakkar úr Grindavík fóru á fund hjá Umhverfis- og samgöngunefnd
Þremenningarnir úr Ungmennaráðinu, Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Friðrik Þór Sigurðsson og Karín Óla Eiríksdóttir með Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni úr Grindavík og Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Suðurkjördæmis en þeir eru báðir í Umhverfis- og samgöng
Fimmtudagur 6. desember 2018 kl. 10:00

Ungmennaráðskrakkar úr Grindavík fóru á fund hjá Umhverfis- og samgöngunefnd

„Það var áhugavert og skemmtilegt að fara á fund hjá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Við fórum 3 frá ungmennaráðinu á fundinn þar sem að við sögðum þeim frá niðurstöðum málþingsins sem við héldum í Grindavík,“ sagði Karín Óla Eiríksdóttir, formaður Ungmennaráðs Grindavíkur.

Það vakti athygli þegar ráðið stóð fyrir þingi um öryggi í umferðinni. Fjöldi ungmenna víðs vegar að á landinu mætti á þingið og meðal annarra gesta var Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Fyrirkomulagið var þannig að við byrjuð á því að kynna okkur. Ég sagði síðan frá málþinginu, hvernig við settum það upp, hvað við gerðum og svo greindum við frá niðurstöðunum. Svo spurðu þau okkur spurninga. Svo vonum við auðvitað að niðurstöður okkar skili sér áfram,“ sagði Karín Óla.

Ungmennin á fundinum með Umhverfis- og samgöngunefnd.


Grindvíkingarnir fyrir framan Alþingishúsið.