Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Ungmennaráð í Garði tekið til starfa
  • Ungmennaráð í Garði tekið til starfa
Föstudagur 14. febrúar 2014 kl. 05:23

Ungmennaráð í Garði tekið til starfa

- Ráðið hefur nú komið saman á þremur fundum.

Fyrir skemmstu tók til starfa ungmennaráð í Garðinum, en ráðið hélt sinn fyrsta fund þann 17. desember 2013. Ráðið hefur nú komið saman á þremur fundum en fyrsti fundur ráðsins var eins konar kynningarfundur fyrir þau um tilgang og markmið þess að halda úti ungmennaráði fyrir bæjarfélagið. Ráðið sat síðan fund með íþrótta- tómstunda- og æskulýðsnefnd í janúar og hittist svo á fyrsta vinnufundi sínum nú í vikunni. Frá þessu er greint á vef Sveitarfélagsins Garðs.

Í ráðinu sitja Guðmundur Pétur Guðmundsson, Guðrún Ágústa Sveinsdóttir, Halldór Gísli Ólafsson, Helgi Þór Hafsteinsson, Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, María Ósk Guðmundsdóttir, Ragnar Ingi Másson og Viktoría Sól Sævarsdóttir. (Enn á eftir að skipa tvö ungmenni í ráðið)

Í erindisbréfi ráðsins segir eftirfarandi:

Öll ungmenni með lögheimili í Garðinum sem eru orðin 13 ára, eða í 8. bekk grunnskólans, og ekki eldri en 21 árs í upphafi kjörtímabils, eru kjörgeng í ungmennaráð. Ráðið skal skipað fimm aðalfulltrúum og jafnmörgum varafulltrúum.

Tilgangur og markmið með ungmennaráði er að ráðið sé æskulýðsnefnd og bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni sem varða ungt fólk í bæjarfélaginu, um starfsemi stofnana sem ungt fólk sækir, í forvarnarmálum barna og ungmenna, fjölbreytni íþrótta- og listastarfs í bæjarfélaginu og öðru því sem að ungu fólki lýtur.
Einnig að þjálfa ungmenni yngri en 18 ára í lýðræðislegum vinnubrögðum og skapa þeim vettvang til að koma sínum hugmyndum, skoðunum og áherslum á framfæri í stjórnsýslukerfi Garðs, með von um að þannig hafi þau áhrif á nærumhverfi sitt og aðstæður ungmenna í bæjarfélaginu.
Þá getur Ungmennaráð Garðs gert tillögu að þátttöku unglinga í viðburðum á vegum sveitarfélagsins.
 

Nokkrar væntingar eru með að ráðið aðstoði bæjaryfirvöld í að koma til móts við áhuga og óskir ungs fólks í bæjarfélaginu.
Eru ungmenni í Garðinum hvött til að setja sig í samband við ungmenni í ráðinu, með hugmyndir sínar og annað sem nýst gæti ungu fólki hér í bæ.

Fundargerðir ráðsins munu verða settar á heimasíðu Garðs, en vinna að tæknilegri hlið þess er nú í gangi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024