Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungmennaráð Grindavíkur tekur til starfa
Laugardagur 26. nóvember 2011 kl. 14:07

Ungmennaráð Grindavíkur tekur til starfa

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti á fundi sínum þann 26. október sl., að undangenginni tillögu frístunda- og menningarnefndar, að koma á fót Ungmennaráði Grindavíkur samkvæmt framlagðri samþykkt þar um.
Hlutverk ráðsins er að vera bæjarstjórn ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 13 til 18 ára í sveitarfélaginu í umboði frístunda- og menningarnefndar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í 6. grein samþykktarinnar er kveðið á um skipan ráðsins:
Ungmennaráð skal skipað 7 aðilum og jafn mörgum til vara.

A - Þrír fulltrúar úr 8. - 10. bekk Grunnskóla Grindavíkur og þrír til vara.
B - Tveir fulltrúar frá félagsmiðstöðinni Þrumunni og tveir til vara.
C - Tveir fulltrúar úr aldurshópnum 16 - 18 ára sem og tveir til vara.

Starfstími ungmennaráðs skal vera frá 10. september til 10. júní, ár hvert.

Ungmennaráð hefur nú verið skipað og var fyrsti fundur þess í gær. Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs fór yfir samþykktina og kynnti fyrir ráðinu hlutverk þess og markmið. Á fundinum var kosinn formaður og varaformaður og kom það í hlut Sigurbjargar Vignisdóttur að vera kosin fyrsti formaður Ungmennaráðs Grindavíkur. Varaformaður er Unnar Hjálmarsson. Í ráðinu sitja:
Aðalmenn:
Unnar Hjálmarsson
Kristín M. Ívarsdóttir
Katla Marín Þormasdóttir
Nökkvi Harðarson
Rósa Sveinsdóttir
Sigurbjörg Vignisdóttir
Reynir Berg Jónsson
Varamenn:
Anton Rúnarsson
Lárus Guðmundsson
Hinrik Guðbjartsson
Helga Kristinsdóttir
Valgerður Þorsteinsdóttir
Mardís Ögn Birgisdóttir
Alexandra Hauksdóttir

Í bókun bæjarstjórnar frá 26. október sl. segir: „Stofnun ungmennaráðs er mikilvægt skref í lýðræðisþjálfun ungmenna í Grindavík og væntir bæjarstjórn mikils af starfinu". Óhætt er að segja að þessi fyrsti fundur ungmennaráðs lofi góðu og eru ungmennin full tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni.