Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungmennafélagið Þróttur tekur við rekstri íþróttamiðstöðvarinnar í Vogum
Á meðfylgjandi mynd eru Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar, Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður Þróttar og Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri saman komin fyrir utan íþróttamiðstöðina eftir að lyklaskipti fóru fram.
Föstudagur 8. apríl 2022 kl. 14:35

Ungmennafélagið Þróttur tekur við rekstri íþróttamiðstöðvarinnar í Vogum

Á dögunum var skrifað undir samning milli Sveitarfélagsins Voga og Ungmennafélagsins Þróttar um að félagið taki að sér rekstur íþróttamiðstöðvarinnar. Þetta fyrirkomulag tíðkast nokkuð víða hér á landi og hefur víðast hvar gengið með ágætum. 

„Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og skrifað var undir samning á dögunum og nú er komið að því að Þróttur taki við. Sveitarfélagið óskar Þrótti til hamingju með þetta og erum við þess fullviss að þetta fyrirkomulag eigi eftir að styrkja bæði starf íþróttamiðstöðvarinnar og Þróttar, og þar með allt íþróttalíf í sveitarfélaginu,“ segir í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Vogum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024