Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungmennafélagið Þróttur fagnar 85 ára afmæli
Þriðjudagur 31. október 2017 kl. 05:00

Ungmennafélagið Þróttur fagnar 85 ára afmæli

Ungmennafélagið Þróttur fagnaði 85 ára afmæli nú í vikunni en félagið var stofnað þann 23. október 1932. Starfsemi félagsins hefur ávallt skipað ríkan sess í samfélaginu og haft mikla þýðingu fyrir íbúa sveitarfélagsins að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra Voga.

Nú eru iðkaðar þrjár mismunandi íþróttagreinar á vegum félagsins, sund, júdó og knattspyrna og hefur félagið einnig endurvakið starfsemi sína á vettvangi leiklistar. Formaður félagsins er Baldvin Hróar Jónsson og framkvæmdastjóri er Marteinn Ægisson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í pistli bæjarstjórans á heimasíðu Voga sendir hann öllum félagsmönnum góðar óskir um áframhaldandi blómlegt starf á vettvangi félagsins.