Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 4. apríl 2000 kl. 15:01

Unglingum selt tóbak

Tuttugu af þrjátíu og einum sölustöðum sem selja tóbak, selja það til einstaklinga yngri en 18 ára. Á ellefum sölustöðum var unglingum neitað um afgreiðslu tóbaks, eða á 35,5% sölustaða. Þessi niðurstaða fékkst í könnun sem SamSuð framkvæmdi um miðjan mars í samræmi við samning við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. Könnunin sýnir að auðvelt er fyrir unglinga yngri en 18 ára að fá keypt tóbak í verslunum á Suðurnesjum. Þeir staðir sem neituðu unglingum um tóbak voru Ársól í Garði, Brautarnesti, Fitjaborg, Kaupfélagið Faxabraut, Myndlist, NýUng Hafnargötu, Olís bensínsala og Sparkaup í Reykjanesbæ, Vogavídeó og Esso í Vogum og Samkaup í Grindavík. Tuttugu og einn sölustaður, eða 64,5% seldu unglingum hins vegar tóbak en það voru Aðalbraut, Báran, Myndsel og Söluturninn Skeifan í Grindavík, Aðalstöðin, Biðskýlið, Fitjagrill, Fíakaup, Hagkaup, Hólmgarður, Kaskó, K-Videó, Miðbær, NýUng Iðavöllum, Olís-Básinn og Sparkaup í Reykjanesbæ, Aldan og Sparkaup í Sandgerði, Hraðbúð Esso og Sparkaup í Garði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024