Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 12. maí 2003 kl. 14:16

Unglingsstúlka stöðvuð í umferðinni um nótt

Klukkan 02:11 aðfararnótt laugardags var ökumaður fólksbifreiðar stöðvaður á Skólavegi í Keflavík. Í ljós kom að ökumaðurinn, sem var stúlka, var réttindalaus. Hafði hún ekki aldur til aksturs. Þetta kemur meðal annars fram í dagbók lögreglunnar í Keflavík fyrir nýliðna helgi.Föstudagur 9. maí 2003

Á dagvaktinni voru 7 ökumenn bifreiða kærðir fyrir of hraðan akstur , sá sem hraðast ók var á 123 km hraða þar sem leyfilegur hraði er 90 km. Þá var einn ökumaður kærður fyrir notkun farsíma við aksturinn án handfrjáls búnaðar.
Kl. 09:51 var tilkynnti eigandi bifreiðarinnar að bifreið hans hafi verið stolið þar sem hún stóð utan við vekstæði í Sandgerði. Kveikjuláslyklarnir höfðu verið skildir eftir í kveikjulásnum.
Kl. 22:30 var maður handtekinn fyrir utan skemmtistað í Sandgerði eftir að dyraverðir höfðu vísað honum út. Vegna mikils æsings og ölvunar var maðurinn látin sofa úr sér áfengisvímuna í fangaklefa lögreglunnar.

Laugardagur 10. maí 2003

Kl. 00:00 var ökumaður fólksbifreiðar kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi. Hafði ökuhraði bifreiðarinnar mælst 110 km þar sem leyfilegur hármarkshraði var 90 km.
Kl. 01:32 voru tveir karlmenn handteknir við Kleifarvatn grunaðir um innbrot eða innbrotstilraun í fiskvinnslufyrirtæki í Grindavík þá skömmu áður. Þeir gistu fangaklefa og voru yfirheyrðir af rannsóknarlögreglu um morguninn. Viðurkenndu þeir m.a. innbrot og þjófnað á humri í fiskvinnslufyrirtæki í Garði í vikunni og virðist sem þarna sé um að ræða skipulagða starfsemi sem tengist fíkniefnaheiminum, en í vikunni voru tveir menn handteknir við samskonar iðju í Þorlákshöfn og Eyrarbakka.
Kl. 02:11 var ökumaður fólksbifreiðar stöðvaður á Skólavegi í Keflavík. Í ljós kom að ökumaðurinn, stúlka, var réttindalaus. Hafði hún ekki aldur til aksturs.
Fjórir voru teknir fyrir of hraðan akstur, tveir voru á 110 km hrða þar sem leyfður er 90 km einn var á 112 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km, einn var á 81 km hraða þar sem hraði er leyfður 50 km.
Aðfaranótt laugardagsins voru þrír ökumenn voru kærðir fyrir meinta ölvun við akstur, tveir í Sandgerði og einn í Grindavík.
Á kjördag sinni lögreglan því hlutverki að koma kjörgögnum á kjörstaði í umdæminu og sá síðan um flutning á kjörgögnum til Selfoss. Síðasta ferð með kjörkassa á Selfoss var farin rétt fyrir kl. 01:00 aðfaranótt sunnudagsins.

Sunnudagurinn 11 maí 2003.

Átta ökumenn kærðir fyrir fyrir að aka of hratt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024