Unglingaráð í Reykjanesbæ
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 20. maí sl. að koma á fót Unglingaráði Reykjanesbæjar sem skipað verði formönnum nemendafélaga grunnskólanna, einum fulltrúa nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja og einum fulltrúa unglinga 16 og 17 ára sem ekki eru í námu sem félagsmiðstöðin Fjörheimar mun tilnefna. Forstöðumanni Fjörheima er falið að starfa með Unglingaráðinu.Tillöguna fluttu Bryndís Hjálmarsdóttir formaður nemendaráðs Holtaskóla, Kristín Helga Magnúsdóttir formaður nemendaráðs Myllubakkaskóla, Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla og Lilja Karen Steinþórsdóttir formaður nemendaráðs Holtaskóla.
Tildrög tillögunnar er málþing sem flutningsmenn sóttu um ábyrgð sem hvílir á herðum þjóða sem samþykkt hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 29. mars sl. Einnig sóttu þingið fulltrúar frá Reykjanesbæ: Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri Reykjanesbæjar og bæjarfulltrúarnir Kjartan Már Kjartansson og Sveindís Valdimarsdóttir.
Að þinginu loknu hefur hópurinn hist og farið yfir stöðuna í Reykjanesbæ og komist að þeirri niðurstöðu að þótt nemendafélög starfi í öllum grunnskólum og unglingaráð á vegum Fjörheima þurfi að gera enn betur til að skapa vettvang þar sem hægt er að koma skoðunum unglinga á framfæri á lýðræðislegan hátt.
Með stofnun Unglingaráðs Reykjanesbæjar verður til vettvangur fyrir unglinga í Reykjanesbæ að koma skoðunum sínum á framfæri við bæjaryfirvöld. Einnig verður mun auðveldara fyrir bæjaryfirvöld að leita umsagnar fulltrúa barna og unglinga í ýmsum málum sem þeim tengjast. Með þessu er Reykjanesbær að stíga mikilvægt skref í þátt átt að uppfylla 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, segir á vef Reykjanesbæjar.
Tímamót varðandi lýðræði barna í Reykjanesbæ
Tildrög tillögunnar er málþing sem flutningsmenn sóttu um ábyrgð sem hvílir á herðum þjóða sem samþykkt hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 29. mars sl. Einnig sóttu þingið fulltrúar frá Reykjanesbæ: Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri Reykjanesbæjar og bæjarfulltrúarnir Kjartan Már Kjartansson og Sveindís Valdimarsdóttir.
Að þinginu loknu hefur hópurinn hist og farið yfir stöðuna í Reykjanesbæ og komist að þeirri niðurstöðu að þótt nemendafélög starfi í öllum grunnskólum og unglingaráð á vegum Fjörheima þurfi að gera enn betur til að skapa vettvang þar sem hægt er að koma skoðunum unglinga á framfæri á lýðræðislegan hátt.
Með stofnun Unglingaráðs Reykjanesbæjar verður til vettvangur fyrir unglinga í Reykjanesbæ að koma skoðunum sínum á framfæri við bæjaryfirvöld. Einnig verður mun auðveldara fyrir bæjaryfirvöld að leita umsagnar fulltrúa barna og unglinga í ýmsum málum sem þeim tengjast. Með þessu er Reykjanesbær að stíga mikilvægt skref í þátt átt að uppfylla 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, segir á vef Reykjanesbæjar.
Tímamót varðandi lýðræði barna í Reykjanesbæ