Unglingar yfirheyrðir vegna brunans í Bakkavör í gær
Tveir unglingspiltar hafa verið yfirheyrðir af rannsóknarlögreglunni í Reykjanesbæ vegna brunans sem varð í fiskvinnsluhúsi Bakkavarar í Keflavík síðdegis í gær. Grunur leikur á því að kveikt hafi verið í þriðju og efstu hæð hússins og var mikið lið frá Brunavörnum Suðurnesja, Keflavíkurflugvelli og Sandgerði kallað á vettvang þar sem óttast var að stórbruni brytist út. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í hádeginu.Vitað er að unglingar hafa átt afdrep í leyfisleysi í byggingunni. Víkurfréttir skrifa að skömmu áður en vart varð við brunann hafi sést til unglinga koma frá húsinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en nokkuð tjón varð á húsinu. Engin slys urðu á fólki, segir í frétt Útvarpsins á Netslóðinni www.ruv.is
Myndina af slökkvistarfi tók Guðjón Kjartansson, nýr ljósmyndari Víkurfrétta.
Myndina af slökkvistarfi tók Guðjón Kjartansson, nýr ljósmyndari Víkurfrétta.