Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Unglingar söfnuðust saman á gæsluvelli í nótt
Sunnudagur 19. september 2004 kl. 13:38

Unglingar söfnuðust saman á gæsluvelli í nótt

Í nótt var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um hópamyndun unglinga á gæsluvellinum við Heiðarból í Reykjanesbæ. Lögreglan fór á staðinn en voru ungmennin þá farin. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að á vettvangi hafi mátt sjá brotnar bjórflöskur og ælu. Einnig var búið að brjóta rúðu á vesturhlið hússins. Þeir sem geta gefið upplýsingar um rúðubrotið eru hvattir til að láta lögregluna í Keflavík vita.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024