Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Unglingar settu neyðarsendi af stað í Sandgerði
Þriðjudagur 20. september 2005 kl. 22:17

Unglingar settu neyðarsendi af stað í Sandgerði

Fjölmennt lið á vegum Landhelgisgæslunnar hefur í allan dag leitað neyðarsendis, sem sendi frá sér merki í gegnum Bodø í Noregi klukkan 11:17 í morgun.

Fjölda skipa á Reykjanesi var tilkynnt um neyðarmerkið auk þess sem björgunarbáturinn í Sandgerði var kallað út og varðskip fór á vettvang.

Morgunblaðið á Netinu greinir frá að fyrir nokkrum mínútum síðan tilkynnti björgunarsveitarmaður að neyðarsendirinn hefði fundist á bak við sjoppu í Sandgerði og sýnist sem unglingar hafi gert sér að leik að koma sendinum af stað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024